Okumidori Matcha
Okumidori Matcha
Okumidori Matcha – 抹茶 100g
Okumidori Matcha er fágað matcha með ríkum umamikeim, framleitt úr sérvöldum Tencha-laufum frá fyrstu uppskeru ársins. Teið kemur frá Wazuka í Kyoto, og laufin eru steinmöluð á hefðbundinn hátt, með hægri og vandaðri aðferð sem varðveitir næringu og dýpt bragðsins.
Drykkurinn er djúpgrænn í bollanum, með mildum keim af kókoshnetu og flóknum undirtónum. Áferðin er rjómakennd og jafnvægið gott – hvort sem teið er drukkið eitt og sér eða útbúið sem matcha-latte.
Hvað er matcha?
Matcha (抹茶) er fínt duft sem gert er úr heilu te-laufi sem hefur verið malað niður í duftform. Matcha er þekkt fyrir djúpgrænan lit og ríkulegt, umamikennt bragð. Ung lauf plöntunnar eru skyggð frá sólu í 3–4 vikur fyrir uppskeru, sem eykur klórófyll og amínósýrur í blaðinu. Eftir þurrkun eru æðar og stilkar fjarlægð, og það sem eftir stendur kallast Tencha. Tencha er síðan steinmalað í matcha-duft.
Samkvæmt hefðinni er Matcha útbúið með því að leysa duftið upp í heitu vatni og þeyta með bambusþeytara (chasen) þar til myndast silkimjúk og froðukennd blanda. Matcha gegnir einnig mikilvægu hlutverki í japönsku teathöfninni (sadō), þar sem áhersla er lögð á fegurð, einfaldleika og kyrrð í athöfninni sjálfri.
Ekki í boði