Yabukita Oolong
Yabukita Oolong
Yabukita Oolong – 烏龍茶 50g
Yabukita Oolong er japanskt oolong-te með miðlungsfyllingu og mjúkri áferð. Það hefur ferskan ilm og bragð þar sem djúpir tónar, létt beiskja og lifandi sýra spila saman í hverjum sopa. Teið er óristað og heldur þannig ávaxtakenndum ferskleika sínum. Í framleiðsluferlinu er það léttgufað, rúllað og þurrkað, og mótað í mjóar nálar líkt og japanskt sencha, sem gefur því sérstaka áferð og karakter.
Hvað er Oolong?
Oolong (烏龍茶) er hálfgerjað te sem liggur á milli græns og svarts te hvað varðar oxun. Það á uppruna sinn í Kína og Taívan, þar sem fjölbreytt vinnsluaðferðir hafa þróast í gegnum aldirnar. Oxunarstig oolong-tea getur verið allt frá um 20% upp í 85%, sem gerir það að einni fjölbreyttustu tegund teheimsins þegar kemur að bragðeinkennum og áferð.
Útlit og meðhöndlun oolong-tes er einnig mjög fjölbreytt. Það getur verið rúllað, snúið eða hnykkt í kúlulaga form, eða mótað í langar nálar líkt og japanskt sencha.
Í Japan hafa framleiðendur á síðustu árum þróað sín eigin afbrigði af oolong, oft létt oxuð og óristuð, með ferskum, ávaxtakenndum tónum og mildri beiskju.
Ekki í boði