Yabukita Sencha
3.990 kr
Yabukita Sencha
Yabukita sencha – 煎茶 80g
Yabukita sencha er japanskt grænt te með fersku og kröftugu bragði. Uppáhellingin er gyllt með sætum hunangstónum og þurr laufin gefa frá sér jarðkenndan ilm.
Hvað er sencha?
Sencha (煎茶) er algengasta tegund græns te í Japan og þekkt fyrir skærgrænan lit og ferskan, jurtakenndan keim. Um 80% af öllu grænu tei sem framleitt er í Japan telst til sencha.
Eftir að laufin eru tínd eru þau gufusoðin í stutta stund til að koma í veg fyrir oxun. Síðan eru þau rúlluð í nokkrum þrepum sem móta þau í mjóar, dökkgrænar nálar – form sem er einkennandi fyrir japanskt grænt te.
3.990 kr
Ekki í boði